þriðjudagur, 29. maí 2007

Enn í digiskrappinu


Já ef maður fer í e-ð nýtt þá festist maður í því í nokkra daga :D
Er búin að gera 3 digisíður til viðbótar, þetta er svo fljótlegt maður ;) híhí
Ég ákvað að digiskrappa sumarbústaðaferð sem við vinkonurnar fórum í síðastliðið sumar.
Ég mun nú ekki sýna þær allar, sumar eru bara of persónulegar eins og ein af þessum þrem til dæmis :) haha

En hérna eru þessar tvær.


xxx Sæunn

laugardagur, 26. maí 2007

Tölvuskrapp


Ég skil ekki þetta með vinnunna, get ekki opnað þetta new post dæmi nema á html formi sem þýðir að ég kann ekki að setja inn myndir, breyta, stækka letrið og allar þessar breytingar sem er annars hægt að velja um.

En ég fór einhverntíma fyrir löngu að fikta í digital scrappinu... gerði einhverja eina tilbúna síðu, þurfti bara að bæta inn myndunum og titli/texta.
Fannst þetta voða sniðugt og fór að sanka að mér allskonar fríu digi dóti sem ég fann á netinu hér og þar.
Gerði boðskort í ferminguna hennar Karenar systur og Júlíu vinkonu hennar en hef ekki þorað að byrja á því að gera síðu sjálf frá grunni.
Kannski vegna þess að maður þarf að vinna með þetta í photoshop og ég er ekki sú klárasta þar... þarf að klóra mig áfram.
En ég dl helling af fríum template-um og eftir að hún Gilla digiskrappari kenndi mér að nota það þá á ég sko eftir að gera helling af þessum digisíðum einnig.
Ég gerði eina auðvelda í gær og fannst þetta skemmtilegt, auðvelt og fljótlegt... tala ekki um hvað þetta tekur lítið pláss :D

Þegar ég kemst í tölvuna heima þá skal ég sýna ykkur síðuna sem ég gerði í gær :)
Love it og takk æðislega Gilla fyrir hjálpina :)

fimmtudagur, 17. maí 2007

Fleiri töskukort


Verslunin Kator í Reykjanesbæ (http://www.kator.is/) var með sýningarsölu á laugardaginn var og mamma var fengin á staðinn með sumarblóm til að selja..... Mamma nefndi það að hún vildi endilega taka töskukortin með sér og sýna þau þar og selja þannig að ég spíttaði í lófana og gerði 7 kort til viðbótar.
Veðrið var svo bara ekkert gott og hún með sína aðstöðu úti þannig að hún tók ekki kortin upp... fór bara með þau aftur niður í gróðurstöð til að selja þar :)

Ætla að vista þetta snoggvast... kemur svo oft error þegar ég er bæði búin að skrifa og setja inn myndir..... myndirnar koma því eftir smá :)

þriðjudagur, 15. maí 2007

Töskukort


Ég gerði líka töskukort og það eru allir svo hrifnir af þeim
þannig að ég hef bara verið að gera þannig síðustu daga.



Mamma pantaði slatta til að selja í Gróðurstöðinni og svo er ég að gera líka fyrir tengdó til að selja í Galleríinu.

laugardagur, 5. maí 2007

Kortagerð



Fyrir þá sem ekki vita er ég farin að vinna í farangursþjónustunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (Sandgerðisvelli.... Sandgerði á þessa lóð sem flugvöllurinn á og þar sem ég er Sandgerðingur þá dettur mér ekki til hugar að segja Keflarvíkurvelli!!

Ég er að vinna þarna 2-2-3 og er frá kl 14.00 til 02.00 og finnst þetta alveg frábært.
Yfirleitt eru dauðir tímar á milli 18:30 - 21:00 og ég fór alltaf heim til að borða með familýjunni fyrst... en svo uppgötvaði mín að taka bara nesti og föndurdótið með sér og nýta frekar dauða tíman í það

Ég hef bara verið í kortagerðinni núna þar sem mér hafa verið boðnir tveir staðir til að selja kortin mín og ég ætla að vinna aðeins í því núna og byrgja mig aðeins upp.
.

föstudagur, 4. maí 2007

FÁB og rýmingarútsala í Rúmfó



Eftir að Anna Dögg startaði BUM dæminu, kom Begga með FÁB í kjölfarið.
FÁB stendur fyrir Fyrsta Ár Barnsins.
Ég skráði mig áðvitað með í þessu en ég er samt að notast við fyrstU árin en ekki bara fyrtstA árið :)

Ég gerði svo forsíðurar í albúmin þeirra um daginn. Var að mála og stensla í fyrsta skipti á síðurnar mínar og var bara mjög sátt við árangurinn ;)
Nokkrum dögum seinna datt ég inn í rýmingarsölu Rúmfatalagersins í Holtagörðum og sá þar sessa líka fínu og hræódýru ramma.

Þeir eru í sömu stærð og síðurnar sem ég er að gera... eða nei ég held að þeir hafið verið hálfum cm minni... svo eru þeir svona djúpir eins og skrapprammarnir eru.
Nema hvað að þessir eru með einhverjum ljósmyndum inní og ekki gerðir þannig að maður eigi að skipta um mynd.

Ég þorði því ekki að kaupa mikið af þessu þar sem ég vissi ekki hvort ég gæti notað þá.
Þetta var smá vinna en tókst, enda er ég ekki kölluð föndrari fyrir ekki neitt ;)
Núna dauðsé ég auðvitað eftir því að hafa ekki kept mér fleiri ramma þar sem ég keypti tvo fyrir undir 1000 kallinum á meðan stk af skrappramma er á um 2000 kéll.

En ég skellti forsíðusíðunum inn í rammana og nú prýða þeir stofuvegginn minn og ég er bara mjög sátt.
Þarf bara að skella í nýjar,öðruvísi forsíður til að setja í albúm strákana.

BUM - Forsíða og Uppáhalds litur

Anna Dögg skrappdís stofnaði litla grúppu og erum við þar
að gera BUM (Bók Um Mig) síður.

Hún kemur með hvernig síður við eigum að gera í hverjum mánuði 2-4 síður.
Mér fannst þetta svo sniðugt þar sem ég var hvort eð er býrjuð að gera síður um sjálfa mig. Ég hafði reyndar hugsað að gera bara frá því að ég var lítil en Anna Dögg hugsar fyrir öllum aldri sem er bara gaman líka :)
Ég hef þó bara gert tvær síður en fylgist með öllum verkefnunum og er búin að punkta niður hvað ég ætla að gera fyrir hvert verkefni. Hef bara ekki komist í meira en þessar tvær eins og er.

Þetta er semsagt forsíðan, mynd tekin af mér þegar ég var 16 ára í einhverju módelnámskeiði :D haha
og Uppáhalds liturinn minn.... mynd tekin fyrir ca. einu og hálfu ári síðan.

19 mánaða - Orðin mín


Þegar Guðjón Valur var 19 mánaða skrifaði ég niður öll orðin se hann kunni, hvernig hann sagði þau og þau áttu að þýða.

Þessi síða á án efa eftir að verða vinsæl þegar hann verður eldri :)


Ég á líka svona orðabík frá Viktori, á bara eftir að skrappa það.