þriðjudagur, 12. júní 2007


Það mætti halda að ég væri bara hætt í skrappinu....

En svo er nú aldeilis ekki, aftur á móti er ég bara föst í þessu sama... er búin að vera að skrappa fleiri tösku og herrakort og svo digisíður úr sumóferðinni okkar.

Eins mikið og ég vildi monta mig hérna yfir þeim síðum þá get ég það því miður ekki það sem það eru "misgrófar" myndirnar af okkur vinkonunum mínum singjandi, dansandi og tjúttadi :D haha

Svo er ekkert gaman að þreyta ykkur á somu kortunum aftur og aftur.

Ég var hinsvegar ekki búin að sýna ykkur Herrakortin þannig að ég læt mynd af því fylgja þessari færslu.


Ég fór í bæinn í síðustu viku, náði í primablóm til Gógóar og kom við í scrap í fjarðarkaupum hjá Ingibjörgu og keypti hvítan dútl penna sem og lím þannig að ég ætla að fara að skella í alvöru síður á næstunni :)