þriðjudagur, 18. mars 2008

Fimmti í áskorun


-
Á þessari síðu var að vera blúnda og tveir mismunandi borðar.
Eins varð að nota eittvað af þessu, kósur, splitti, tölur.
-
Það er blúnda þarna efst fyrir ofan "MEÐ" og út í enda hægra megin. Það er svartur borði bundin um myndina hægra megin og gylltur rikk rakk borði sem kemur undan stóra blóminu. Eitt stórt brads í stóra blóminu og 6 lítil í blúndunni.
Ég er ferlega skotin í þessari samsetningu og hugsa að ég eigi eftir að notast við hana í brúðaralbúminu okkar :D
xxx Sæunn

Fjórði í áskorun

-
Á þessari síðu varð að vera handskrifað jurnal og það varð að vera saumað í hana.

Þetta er fyrsta síðan sem ég skrappa af manninum mínum þar sem hann er með ofnæmi fyrir mynavélum og því ekki til margar myndir af honum horfa í vélina.

Titillinn er Einkamál.is
og journalið segjir;
Eins og þú orðaðir það svo flott
"Ég pantaði hana á netinu!"
6.desember 2000 fórum við á
blint stefnumót og erum búin að
vera óaðskiljanleg síðan. Í dag
erum við gift og eigum
tvo yndislega
syni.
xxx Sæunn

sunnudagur, 16. mars 2008

Þriðji í áskorun

-

Jæja þá er það dagur þrjú í
"Ertu öflugur skrappari?"
áskoruninni.


Verkefni dagsins var að skrapplifta þessari síðu.
Þetta er svo mitt framlag.xxx Sæunn

Tvær GULAR :)

Ég skrappaði tvær vel skrautlegar síður í gærkvöldi en þær skönnuðust e-ð brenglað inn og ég búin að ganga frá skannanum og síðunum svo ég ætla að setja þær inn á morgun eftir vinnu.
Er bara búin að gera aðra síðu og allt verður að vera í réttri röð hehe.

xxx Sæunn

föstudagur, 14. mars 2008

Annar í áksorun.

Varðandi áskorunina sem ég nefndi í póstinum áðan þá er skilafrestur til klukkan 13.00 daginn eftir. Ég semsagt kláraði og skilaði síðu gærdagsins í hádeginu og klukkan 1 kom nýtt verkefni svo ég var að dunda mér við það áðan.


Skilirðin voru 2 myndir og og svo varð síðan að innihalda, rubon, stimpil og/eða glæru.

Ég gerði 8x8 síðu af frænku minni, Telmu Lind sem er að fara að fermast í næsta mánuði.

Ég gerði líka boðskortin fyrir hana og þar eru þessar tvær myndir og þemað er fjólublátt og lime.

Ég ákvað að gera svona síðu og láta hana með í pakkan, eða setja hana í ramma svo hún geti haft hana á fermingarborðinu.

Það eru 2 myndir og stafirnir sem og saumarnir neðst á síðunni er rubon.


xxx Sæunn

Áskorun, áskorun.

Já nú eru það bara áskoranir ofan á áskoranir :D
Barbara skoraði á mig ásamt 9 öðrum frábærum skröppurum að skrappa eftir skissu sem hún myndi velja. Auðvitað tók ég þátt og gerði þá síðu 11.mars en ég get ekki sýnt hana hér fyrr en á mánudag þegar Barbara opinberar meistaraverkin :D :D Hahaha

Nú svo skoraði Begga á okkur í gær "Ertu öflugur skrappari?" og eigum við að skrappa 7 síður á 7 dögum. Hún kemur svo með einhver atriði sem við verðum að uppfylla. Ef maður nær svo ekki að skila inn síðu dagsins þá dettur maður út.
Við vorum 23 sem skiluðum inn síðu gærdagsins, hver önnur flottari, og á henni varð að vera mynd, chipboard og meira en 10 blóm.

Mín síða er voða plain en hún er samt svo sæt finnst mér þar sem myndin er svo sæt af okkur sonum mínum :)
Það er á henni mynd, 12 blóm og heimagert chipboard þar sem ég fann ekki chippin mín, en það er inkað og embossað og það er mikið flottar live, skilaði sér ekki alveg svona skannað.

Ég sé samt svona eftir á að titillinn hefði mikið frekar átt að vera Sííííís , en ég kanski bæta bara við big þarna fyrir ofan svo það standi big Smile :)
xxx Sæunn

laugardagur, 8. mars 2008

Enginn titill

-
Ég er enn í einhverjum vandræðum með að seta inn síðurnar frá póstinum síðan í gær svo ég verð að láta linkana duga. Samt get ég sett inn þessa mynd sem er eiginlega pínu furðulegt!
Anyhow....
Þetta er mynd af Viktori Una með plásturinn :D
Áframhald af gleraugna og plástrameðferðinni.
Textinn segir;
Elsku ástin mín.
Mamma er svo stolt af þér, hvað þú ert duglegur að nota plásturinn.
Þú hefur lítið sem ekkert kvartað. Í alla þessa 6 mánuði þá hefur ekki verið neitt mál að setja plásturinn á morgnana.
Þú tekur hann að vísu stundum af þér á leikskólanum en þær eru með aukaplástra þar og redda því. Þú tekur hann þá aðalega af þér ef þú ferð að gráta því þá verður þetta jú allt fullt af vatni.
Þú ert yndislegur Viktor minn
Ég elska þig
Þín bestasta mamma í geimi :D

(Pappírinn er BG)

xxx Sæunn