sunnudagur, 23. september 2007

Photoshoppið að deyja.....

Þá er ég búin með mars síðuna.

Það tók nú sinn tíma þar sem tölvan mín er ekki að höndla photoshoppið.

Ég hélt fyrst að tölvan væri bara svona stútfull af drasli (sem hún var sko) svo Gappi keypti sér nýja tölvu svo ég gæti bara notað þessa undir skrappið.

Hann er búinn að taka allt sitt bíladót út og ég er ekki einu sinni að nota helminginn af harða disknum en samt fæ ég alltaf að virtual memmory sé to low og hún er bara alveg ógeðslega lengi að vinna og ég er að verða geðveik á því :/

Ég var búin með mars síðuna og var að vista hana í ps formi fyrr í dag og hún náttúrulega tók sinn tíma í það en svo bara drap hún á sér og síðan datt því auðvitað út :( puhuhu

Þurfti að vinna hana alla upp á nýtt og ég þorði ekki öðru en að fletja (flatten image) á 2 mín fresti og save-a þannig að hún verður bara að vera svona... á hana ekki vistaða í ps formi.



Titillinn, Mars er Kraft Chipboard búin til af Hönnukj, alveg ótrúlega flott hjá henni skvísunni :)

og takk fyrir mig :)



xxx Sæunn

laugardagur, 22. september 2007

Er að komast í gírinn aftur


Já ég er búin að vera í þessari líka góðu lægð í sumar og er svona að sparka í rassinn á mér að byrja að skrappa aftur.

Ég er að vinna í dagatali sem ég ætla að gefa ömmum og öfum í jólagjöf og þar sem ég stórefa það að þau kíki hingað inn þá ætla ég bara að pósta þvi hingað og sýna ykkur skvísunum það :)


Ef svo ólíklega vill til að þú sjáir þetta mamma þá verður bara að hafa það ;)
En hérna er afrakstur forsíðunnar og janúarsmánuðs.


Það gékk ágætlega á Sandgerðisdögum.

Ég seldi nú ekkert mikið en fólk var mjög mikið að skoða og fá upplýsingar um verð og hvar ég væri að selja þetta. Spurðu sumir hvort ég gerði gestabækur eftir pöntunum svo ég tel þetta hafa verið mjög góða auglýsingu :D

xxx Sæunn

mánudagur, 6. ágúst 2007

Skrapp, Sandgerðisdagar og Klassart

Úff.... það sem ég hef lítið getað skrappað upp á síðkastið, það er ekki venjulegt.
Jú ég er að vísu búin að skrappa slatta af töskukortum þar sem þau rjúka svoleiðis út í Gróðrastöðinni hjá mömmu :D http://www.glitbra.is/

Já ég get nú ekki annað sagt en að ég sé upp með mér eftir að hafa lesið síðasta komment.
Einhver hefur rekist á þessa heimasíðu og póstað henni inn á http://www.245.is/ sem er frábær heimasíða fyrir okkur Sandgerðingana.
Og nú var veriða ð bjóða mér að vera með sölusýningu á Sandgerðisdögum sem verða haldnir núna í lok ágúst.
Ég á ekkert mikið af kortum eftir og er að vinna eins og brjálaðingur en þetta er svo frábært tækifæri að ég vil síður missa af þessu.

Ég bjó til litlar gestabækur fyrir ferminguna hjá Karen systur og brúðkaupið hjá mömmu og Geir, þessar gestabækur eru búnar að slá þvílíkt í gegn þannig að ég er búin að vera að dunda mér við að gera forsíður á tækifærisgestabækur..... kannski ég geti gert nokkrar slíkar og haft með á sölusýninguna ef ég fer??

Yfir í allt annað......

Ef þið eruð í stuði fyrir góða blús tónlist þá mæli ég með hljómsveitinn Klassart.
http://www.myspace.com/fridaklassart
Ég er búin að hlusta á þessi 4 lög sem eru á heimasíðunni þeirra og mér finst þau öll alveg æðisleg, ætla pottþétt að kaupa mér diskinn þeirra.
Ég er nú bara dolfallin hérna, Fríða er bara með æðislega rödd!

þriðjudagur, 12. júní 2007


Það mætti halda að ég væri bara hætt í skrappinu....

En svo er nú aldeilis ekki, aftur á móti er ég bara föst í þessu sama... er búin að vera að skrappa fleiri tösku og herrakort og svo digisíður úr sumóferðinni okkar.

Eins mikið og ég vildi monta mig hérna yfir þeim síðum þá get ég það því miður ekki það sem það eru "misgrófar" myndirnar af okkur vinkonunum mínum singjandi, dansandi og tjúttadi :D haha

Svo er ekkert gaman að þreyta ykkur á somu kortunum aftur og aftur.

Ég var hinsvegar ekki búin að sýna ykkur Herrakortin þannig að ég læt mynd af því fylgja þessari færslu.


Ég fór í bæinn í síðustu viku, náði í primablóm til Gógóar og kom við í scrap í fjarðarkaupum hjá Ingibjörgu og keypti hvítan dútl penna sem og lím þannig að ég ætla að fara að skella í alvöru síður á næstunni :)

þriðjudagur, 29. maí 2007

Enn í digiskrappinu


Já ef maður fer í e-ð nýtt þá festist maður í því í nokkra daga :D
Er búin að gera 3 digisíður til viðbótar, þetta er svo fljótlegt maður ;) híhí
Ég ákvað að digiskrappa sumarbústaðaferð sem við vinkonurnar fórum í síðastliðið sumar.
Ég mun nú ekki sýna þær allar, sumar eru bara of persónulegar eins og ein af þessum þrem til dæmis :) haha

En hérna eru þessar tvær.


xxx Sæunn

laugardagur, 26. maí 2007

Tölvuskrapp


Ég skil ekki þetta með vinnunna, get ekki opnað þetta new post dæmi nema á html formi sem þýðir að ég kann ekki að setja inn myndir, breyta, stækka letrið og allar þessar breytingar sem er annars hægt að velja um.

En ég fór einhverntíma fyrir löngu að fikta í digital scrappinu... gerði einhverja eina tilbúna síðu, þurfti bara að bæta inn myndunum og titli/texta.
Fannst þetta voða sniðugt og fór að sanka að mér allskonar fríu digi dóti sem ég fann á netinu hér og þar.
Gerði boðskort í ferminguna hennar Karenar systur og Júlíu vinkonu hennar en hef ekki þorað að byrja á því að gera síðu sjálf frá grunni.
Kannski vegna þess að maður þarf að vinna með þetta í photoshop og ég er ekki sú klárasta þar... þarf að klóra mig áfram.
En ég dl helling af fríum template-um og eftir að hún Gilla digiskrappari kenndi mér að nota það þá á ég sko eftir að gera helling af þessum digisíðum einnig.
Ég gerði eina auðvelda í gær og fannst þetta skemmtilegt, auðvelt og fljótlegt... tala ekki um hvað þetta tekur lítið pláss :D

Þegar ég kemst í tölvuna heima þá skal ég sýna ykkur síðuna sem ég gerði í gær :)
Love it og takk æðislega Gilla fyrir hjálpina :)

fimmtudagur, 17. maí 2007

Fleiri töskukort


Verslunin Kator í Reykjanesbæ (http://www.kator.is/) var með sýningarsölu á laugardaginn var og mamma var fengin á staðinn með sumarblóm til að selja..... Mamma nefndi það að hún vildi endilega taka töskukortin með sér og sýna þau þar og selja þannig að ég spíttaði í lófana og gerði 7 kort til viðbótar.
Veðrið var svo bara ekkert gott og hún með sína aðstöðu úti þannig að hún tók ekki kortin upp... fór bara með þau aftur niður í gróðurstöð til að selja þar :)

Ætla að vista þetta snoggvast... kemur svo oft error þegar ég er bæði búin að skrifa og setja inn myndir..... myndirnar koma því eftir smá :)

þriðjudagur, 15. maí 2007

Töskukort


Ég gerði líka töskukort og það eru allir svo hrifnir af þeim
þannig að ég hef bara verið að gera þannig síðustu daga.



Mamma pantaði slatta til að selja í Gróðurstöðinni og svo er ég að gera líka fyrir tengdó til að selja í Galleríinu.

laugardagur, 5. maí 2007

Kortagerð



Fyrir þá sem ekki vita er ég farin að vinna í farangursþjónustunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (Sandgerðisvelli.... Sandgerði á þessa lóð sem flugvöllurinn á og þar sem ég er Sandgerðingur þá dettur mér ekki til hugar að segja Keflarvíkurvelli!!

Ég er að vinna þarna 2-2-3 og er frá kl 14.00 til 02.00 og finnst þetta alveg frábært.
Yfirleitt eru dauðir tímar á milli 18:30 - 21:00 og ég fór alltaf heim til að borða með familýjunni fyrst... en svo uppgötvaði mín að taka bara nesti og föndurdótið með sér og nýta frekar dauða tíman í það

Ég hef bara verið í kortagerðinni núna þar sem mér hafa verið boðnir tveir staðir til að selja kortin mín og ég ætla að vinna aðeins í því núna og byrgja mig aðeins upp.
.

föstudagur, 4. maí 2007

FÁB og rýmingarútsala í Rúmfó



Eftir að Anna Dögg startaði BUM dæminu, kom Begga með FÁB í kjölfarið.
FÁB stendur fyrir Fyrsta Ár Barnsins.
Ég skráði mig áðvitað með í þessu en ég er samt að notast við fyrstU árin en ekki bara fyrtstA árið :)

Ég gerði svo forsíðurar í albúmin þeirra um daginn. Var að mála og stensla í fyrsta skipti á síðurnar mínar og var bara mjög sátt við árangurinn ;)
Nokkrum dögum seinna datt ég inn í rýmingarsölu Rúmfatalagersins í Holtagörðum og sá þar sessa líka fínu og hræódýru ramma.

Þeir eru í sömu stærð og síðurnar sem ég er að gera... eða nei ég held að þeir hafið verið hálfum cm minni... svo eru þeir svona djúpir eins og skrapprammarnir eru.
Nema hvað að þessir eru með einhverjum ljósmyndum inní og ekki gerðir þannig að maður eigi að skipta um mynd.

Ég þorði því ekki að kaupa mikið af þessu þar sem ég vissi ekki hvort ég gæti notað þá.
Þetta var smá vinna en tókst, enda er ég ekki kölluð föndrari fyrir ekki neitt ;)
Núna dauðsé ég auðvitað eftir því að hafa ekki kept mér fleiri ramma þar sem ég keypti tvo fyrir undir 1000 kallinum á meðan stk af skrappramma er á um 2000 kéll.

En ég skellti forsíðusíðunum inn í rammana og nú prýða þeir stofuvegginn minn og ég er bara mjög sátt.
Þarf bara að skella í nýjar,öðruvísi forsíður til að setja í albúm strákana.

BUM - Forsíða og Uppáhalds litur

Anna Dögg skrappdís stofnaði litla grúppu og erum við þar
að gera BUM (Bók Um Mig) síður.

Hún kemur með hvernig síður við eigum að gera í hverjum mánuði 2-4 síður.
Mér fannst þetta svo sniðugt þar sem ég var hvort eð er býrjuð að gera síður um sjálfa mig. Ég hafði reyndar hugsað að gera bara frá því að ég var lítil en Anna Dögg hugsar fyrir öllum aldri sem er bara gaman líka :)
Ég hef þó bara gert tvær síður en fylgist með öllum verkefnunum og er búin að punkta niður hvað ég ætla að gera fyrir hvert verkefni. Hef bara ekki komist í meira en þessar tvær eins og er.

Þetta er semsagt forsíðan, mynd tekin af mér þegar ég var 16 ára í einhverju módelnámskeiði :D haha
og Uppáhalds liturinn minn.... mynd tekin fyrir ca. einu og hálfu ári síðan.

19 mánaða - Orðin mín


Þegar Guðjón Valur var 19 mánaða skrifaði ég niður öll orðin se hann kunni, hvernig hann sagði þau og þau áttu að þýða.

Þessi síða á án efa eftir að verða vinsæl þegar hann verður eldri :)


Ég á líka svona orðabík frá Viktori, á bara eftir að skrappa það.

sunnudagur, 29. apríl 2007

Smá öðruvísi föndur


Ég málaði á striga og límdi myndir á hann, málaðio svo aðeins endana á myndunum :)

Pokaalbúm - Karen Eir

Og þá er það pokaalbúmið sem ég gerði og af henni á fermingardaginn :)








































































Gestabók



Ég gerði gestabókina fyrir ferminguna einnig. Gerði hana úr pappírspokunum frægu ;)


Ég á bara þessa mynd af henni en textinn úr boðskortinu stendur i bleika kassanum.

Fermingar boðskort



Karen systir að fermast og ég gerði boðsortin fyrir hana í tölvunni.


Vinkona hennar kom svo til mín og bað mig um að gera fyrir sig líka :)


Fermingar kassi



Ég gerði þennan kassa fyrir Blóaval í Keflavík


Það var happdrætti hjá þeim í kringum fermingarnar....


Fermingarbörnin gátu fyllt út miða sem þau fengu hjá Blómaval þegar þau versluðu þar og sett í þennan kassa... svo verður/var dregin út fartölva fyrir eitt heppið fermingarbarn.


Snjór


Ég var með í svona hermikráku leik.

Virkar svona eins og hvísluleikurinn... ein fær síðu senda og hún á að herma eftir henni og senda svo sína síðu áfram á þá næstu og hún hermir eftir þeirri síðu og koll af kolli.

Þegar allir eru búnir þá eru allar síðurnar sýndar og ekkert smá gaman að sjá hvað fyrsta síðan er frábrugðin þeirri síðustu :)


Þetta var mín hermikrákusíða, ég og Hilmar að leika okkur í snjónum í Noregi.

Fleiri síður um mig

Ég hitti skrappvinkonurnar í Kefló og skrappaði með þeim þessar síður.











.











.












.












.












.

föstudagur, 27. apríl 2007

19 mánaða


Þessi er í pínu uppáhaldi hjá mér og ég veit að Guðjón mun elska þessa síðu einhverntíma þegar hann verður eldri.

Þarnar eru öll orðin sem hann kunni þegar hann var 19´mánaða saman komin niður á blað.

Hvernig hann sagði þau og hvað þau áttu að þýða :)

mánudagur, 23. apríl 2007

HM Hjónin


Ég gerði tvær 8x8 síður um Huldu og Stebba og þeirra 15 mínútna frægð...

Ég á samt ennþá eftir að koma síðunni til þeirra :/

Sólskinsbarn


Ég keypti mér 8x8 albúm í bandaríkjunum og ákvað að skrappa í það myndir af mér.


.

.

.

.

Í leikskóla er gaman


Myndir af Guðjóni Val sem ég náði í af vef leikskólans

Í leikskóla er gaman


Myndir af Viktori Una sem ég náði í af vef leikskólans

JólaKorta Mynd 2003


Myndin af Viktori Una sem við sendum með Jólakortunum 2003

miðvikudagur, 18. apríl 2007

Fleiri kort



Fleiri kort sem ég hef gert... hef því miður ekki alltaf tekið myndir en hérna er e-ð af þeim.