Úff.... það sem ég hef lítið getað skrappað upp á síðkastið, það er ekki venjulegt.
Jú ég er að vísu búin að skrappa slatta af töskukortum þar sem þau rjúka svoleiðis út í Gróðrastöðinni hjá mömmu :D http://www.glitbra.is/
Já ég get nú ekki annað sagt en að ég sé upp með mér eftir að hafa lesið síðasta komment.
Einhver hefur rekist á þessa heimasíðu og póstað henni inn á http://www.245.is/ sem er frábær heimasíða fyrir okkur Sandgerðingana.
Og nú var veriða ð bjóða mér að vera með sölusýningu á Sandgerðisdögum sem verða haldnir núna í lok ágúst.
Ég á ekkert mikið af kortum eftir og er að vinna eins og brjálaðingur en þetta er svo frábært tækifæri að ég vil síður missa af þessu.
Ég bjó til litlar gestabækur fyrir ferminguna hjá Karen systur og brúðkaupið hjá mömmu og Geir, þessar gestabækur eru búnar að slá þvílíkt í gegn þannig að ég er búin að vera að dunda mér við að gera forsíður á tækifærisgestabækur..... kannski ég geti gert nokkrar slíkar og haft með á sölusýninguna ef ég fer??
Yfir í allt annað......
Ef þið eruð í stuði fyrir góða blús tónlist þá mæli ég með hljómsveitinn Klassart.
http://www.myspace.com/fridaklassart
Ég er búin að hlusta á þessi 4 lög sem eru á heimasíðunni þeirra og mér finst þau öll alveg æðisleg, ætla pottþétt að kaupa mér diskinn þeirra.
Ég er nú bara dolfallin hérna, Fríða er bara með æðislega rödd!
mánudagur, 6. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)