sunnudagur, 23. september 2007

Photoshoppið að deyja.....

Þá er ég búin með mars síðuna.

Það tók nú sinn tíma þar sem tölvan mín er ekki að höndla photoshoppið.

Ég hélt fyrst að tölvan væri bara svona stútfull af drasli (sem hún var sko) svo Gappi keypti sér nýja tölvu svo ég gæti bara notað þessa undir skrappið.

Hann er búinn að taka allt sitt bíladót út og ég er ekki einu sinni að nota helminginn af harða disknum en samt fæ ég alltaf að virtual memmory sé to low og hún er bara alveg ógeðslega lengi að vinna og ég er að verða geðveik á því :/

Ég var búin með mars síðuna og var að vista hana í ps formi fyrr í dag og hún náttúrulega tók sinn tíma í það en svo bara drap hún á sér og síðan datt því auðvitað út :( puhuhu

Þurfti að vinna hana alla upp á nýtt og ég þorði ekki öðru en að fletja (flatten image) á 2 mín fresti og save-a þannig að hún verður bara að vera svona... á hana ekki vistaða í ps formi.



Titillinn, Mars er Kraft Chipboard búin til af Hönnukj, alveg ótrúlega flott hjá henni skvísunni :)

og takk fyrir mig :)



xxx Sæunn

laugardagur, 22. september 2007

Er að komast í gírinn aftur


Já ég er búin að vera í þessari líka góðu lægð í sumar og er svona að sparka í rassinn á mér að byrja að skrappa aftur.

Ég er að vinna í dagatali sem ég ætla að gefa ömmum og öfum í jólagjöf og þar sem ég stórefa það að þau kíki hingað inn þá ætla ég bara að pósta þvi hingað og sýna ykkur skvísunum það :)


Ef svo ólíklega vill til að þú sjáir þetta mamma þá verður bara að hafa það ;)
En hérna er afrakstur forsíðunnar og janúarsmánuðs.


Það gékk ágætlega á Sandgerðisdögum.

Ég seldi nú ekkert mikið en fólk var mjög mikið að skoða og fá upplýsingar um verð og hvar ég væri að selja þetta. Spurðu sumir hvort ég gerði gestabækur eftir pöntunum svo ég tel þetta hafa verið mjög góða auglýsingu :D

xxx Sæunn