Það tók nú sinn tíma þar sem tölvan mín er ekki að höndla photoshoppið.
Ég hélt fyrst að tölvan væri bara svona stútfull af drasli (sem hún var sko) svo Gappi keypti sér nýja tölvu svo ég gæti bara notað þessa undir skrappið.
Hann er búinn að taka allt sitt bíladót út og ég er ekki einu sinni að nota helminginn af harða disknum en samt fæ ég alltaf að virtual memmory sé to low og hún er bara alveg ógeðslega lengi að vinna og ég er að verða geðveik á því :/
Ég var búin með mars síðuna og var að vista hana í ps formi fyrr í dag og hún náttúrulega tók sinn tíma í það en svo bara drap hún á sér og síðan datt því auðvitað út :( puhuhu
Þurfti að vinna hana alla upp á nýtt og ég þorði ekki öðru en að fletja (flatten image) á 2 mín fresti og save-a þannig að hún verður bara að vera svona... á hana ekki vistaða í ps formi.
Titillinn, Mars er Kraft Chipboard búin til af Hönnukj, alveg ótrúlega flott hjá henni skvísunni :)
xxx Sæunn