sunnudagur, 23. september 2007

Photoshoppið að deyja.....

Þá er ég búin með mars síðuna.

Það tók nú sinn tíma þar sem tölvan mín er ekki að höndla photoshoppið.

Ég hélt fyrst að tölvan væri bara svona stútfull af drasli (sem hún var sko) svo Gappi keypti sér nýja tölvu svo ég gæti bara notað þessa undir skrappið.

Hann er búinn að taka allt sitt bíladót út og ég er ekki einu sinni að nota helminginn af harða disknum en samt fæ ég alltaf að virtual memmory sé to low og hún er bara alveg ógeðslega lengi að vinna og ég er að verða geðveik á því :/

Ég var búin með mars síðuna og var að vista hana í ps formi fyrr í dag og hún náttúrulega tók sinn tíma í það en svo bara drap hún á sér og síðan datt því auðvitað út :( puhuhu

Þurfti að vinna hana alla upp á nýtt og ég þorði ekki öðru en að fletja (flatten image) á 2 mín fresti og save-a þannig að hún verður bara að vera svona... á hana ekki vistaða í ps formi.



Titillinn, Mars er Kraft Chipboard búin til af Hönnukj, alveg ótrúlega flott hjá henni skvísunni :)

og takk fyrir mig :)



xxx Sæunn

11 ummæli:

Svana Valería sagði...

þetta kemur svaka vel út hjá þér

Nafnlaus sagði...

hún er samt mjög flott hjá þér :) þú verður að redda þessum tölvumálum sem fyrst ;)

MagZ Mjuka sagði...

rosa flottar tölvusíðurnar þínar! :)

Nafnlaus sagði...

Mjög flott hjá þér :Þ

Nafnlaus sagði...

Mjög flott hjá þér :)

Þórunn sagði...

ég er rosalega hrifin af dagatalinu þínu! þetta er ferlea sniðug hugmynd...og ég ætla bara að stela henni ;-)

Saeunn sagði...

Um að gera :)
Mín hugmynd er sjálf stolin héðan og þaðan þannig að ég á í sjálfu sér engan heiður ef henni ;) hehe

Nafnlaus sagði...

Mig langar að læra svona frænka..... hef skrappað eina bls og ekki sögunni meir og það var í byrjun ársins 2004 hahahah
Finnst þetta rosalega flott hjá þér :)

heyrðu mig langar svo rosalega að sjá eins og eina brúðar mynd af ykkur hjónum ertu eitthvað með svoleiðis á netinu ???

Saeunn sagði...

Búin að senda þér email Halldóra :)

Nafnlaus sagði...

þetta er svo flott hjá þér skvís ég fer vonandi að henda mér í svona photoshop og skrapp ;)

hannakj sagði...

vá ferlega flott dagatal hjá þér!!