sunnudagur, 17. febrúar 2008

4 síður gerðar á Laugard

Vikan
Í vikunni er ég búin að vera að vinna við að gera boðskort í brúðkaup fyrir eina sem rakst á þetta blogg hjá mér. Seinna kom í ljós að hún er í skólanum með mömmu ;) lítill heimur :D
Ég kláraði þetta svo á föstudaginn, var þá meira segja búin að gera meira en ég ætlaði mér. Ég setti öll kortin 70 í umslögin og ég límdi einn blingstein í neðra, hægra hornið á hvert umslag. Svo var ég bara búin og fannst það eiginlega bara leiðinlegt :D Hahahah
Vildi bara helst byrja strax á fermingarboðskortinu hennar Telmu Lindar frænku en mig vantar ennþá myndir af henni til að setja í kortið.

Laugardagurinn
Já ég hafði loksins tíma til að bjóða svilkonum mínum, þeim Berglindi og Guðnýju til mín í scrapp.
Magga mín mjúka og ég gáfum Beggu minni alveg slatta af srappi þar sem hún hefur verið að slefa yfir mínu dóti lengi og mig vantaði líka svo skrappfélaga hérna á suðurnesjum.
Begga varð auðvitað súperánægð með góssið og er búin að strjúka því mikið síðan en ekki lagt í að prufa þetta fyrr en ég myndi bjóða henni til mín og leiðbeina henni svona fyrst um sinn.
Áhuginn kviknaði svo hjá henni Guðnýju fyrir stuttu og hún stakk sér beint í djúpu laugina. Pantaði af netinu og skellti í síður.

Begga kom svo til mín í gær og gerði sína fyrstu síðu, hún var bara ofboðslega sæt hjá henni og enginn svona byrjendabragur að sjá á síðunni. Ég var allavega mjög stolt af henni :D
Svo þegar þú kemur næst Begga þá stopparu lengur er það ekki? :D
Rétt áður en hún fór heim þá kom Guðný en hún skrappaði ekki í þetta skiptið.
Heldur kom hún með albúmið sitt og sýndi mér síðurnar hennar 4 sem hún var búin að gera og skoðaði mitt dót og svona. Spjölluðum helling og hún eldaði alveg geggjað góða pizzu handa okkur liðinu :D *Takk fyrir mig sæta*
Síðurnar hennar voru líka mjög fínar og ég viðurkenni það sko aveg að þær báðar gerðu flottari síður en margar sem ég hef séð.
Fyrstu síðurnar mínar voru sko bara prump miða við þeirra :D haha

En ég sjálf afrekaði að gera 4 síður þrátt fyrir mikið spjall :D
Þær eru að vísu allar mjög auðveldar og Gappa fannst vanta e-ð á þær allar en mér finnst bara fínt að hafa svona einfaldar síður inn á milli.
Þegar þú ert með fullt albúm af síðum þá finnst mér ekki nauðsinlegt að þær séu allar drekkhlaðanr af aukahlutum.
Svo er ég að reyna að klára pappírinn minn áður en ég kaupi mér meira og þetta er alveg hellings áskorun á mig þar sem mér finnst alveg hellings af honum bara alls ekki ég. Margt sem ég fékk þegar ég var áskrifandi hjá Scrapgoods (fékk þá alltaf pakka í hverjum mánuði).


Halló!
Ef Guðjón komst í síma þegar hann var yngri þá var alltaf sama rullan sem maður heyrði.
Halló! Minna? ok! BaBæ! *minna as in vinna*



Enginn titill.
Þetta er mynd af honum Viktor mínum með sokkabuxur á höfðinu, finnst hún svo skemmtileg og er búin að ætla að skrappa hana í fleirri mánuði.



Enginn titill.
Hérna er svo Guðjón Valur með sömu sokkabuxurnar á höfðinu um 2mur árum seinna ;D
Gerði síðurnar viljandi mjög svipaðar enda eru myndirnar svo svipaðar og þetta fer í sitthvort albúmið :)



Viktor Ljósmyndari
Þessar myndir tók Viktor Uni af mér einhvertíma í fyrra :D
Ekki þær bestu í heimi en mér fannst þær svo skemmtilegar að ég ákvað að skrappa þær þá.... þær hafa svo beiði í "Í vinnslu" boxinu mínu síðan þá.
En hérna er síðan loksins komin

Tek það fram að allar þessar síður voru í "Í vinnslu" boxinu mínu og búnar að vera þar leeeeengi.
xxx Sæunn

Allt að gerast

Allt að gerast.
Þessi síða er scrappliftuð (uppröðunin stolin) af Lindu sem er í skrappspjallinu sem ég er í.
Ég er þarna ólétt af Guðjóni Val, komin á mæðradeild Landspítalans um 2 tímum eftir fyrsta verk og átti hann 1 klukkutíma síðar :)
Já ekki voru þessar fæðingar hjá mér erfiðar.

Ég notaði pappír frá Bazzill og SU, tvennskonar borða, rubon frá BG og Making memmories, chipboard stafi frá Provo Craft og Pressed Petals, blóm og tölur e-ð í bland og svo raðaði ég grænu blingi neðst á eitt rubonið

xxx Sæunn

Velkominn í heiminn litla líf

Þessi síða heitir Velkominn í heiminn litla líf.
Þetta er þegar Guðjón Valur fæddist, 25.mars 2005
Ég gerði seinni síðuna fyrst og var/er alveg súper ánægð með hana, finnst hún svo innileg og falleg (hægt að sjá myndina stærri með því að klikka á hana).
Svo var ég að vesenast með fyrri síðuna fleirri klukkutíma. Hún varð auðvitað að t´na við en ég var búin með blessaðann pappírinn og var bara í vandræðum.
Náði samt að koma þessu á hana og læta hana bíða svona allavega í einhvern tíma en er því miður ekki sátt við hana.
Á henni stendur:
"Velkominn í heiminn litla líf, sonur okkar og litli bróðir.
Lagið Líf, sungið af Hildi Völu var spilað í útvarpinu þegar þú fæddist."
Svo á seinni síðunni er textinn við lagið Líf (eftir Stefán Hilmarsson)

xxx Sæunn

Bumbi litli

Þá er það Bumbi litli.
Hérna er ég ólétt af honum Viktori Una, árið 2003
Ég var rosalega dugleg að taka bumbumyndir og bara gaman að eiga þær :D Ég gekk samt fulla meðgöngu en tók enga mynd eftir 37 vikurnar :(


xxx Sæunn

sunnudagur, 10. febrúar 2008

hUH!


Ég tók þátt í áskorun í skrapklúbbnum sem snérist út á það að nota e-ð sem er ekki selt sem skrappdót.


Ég skrappaði því þessa skemmtilegu mynd af Viktori Una og karlinn er klipptur af skemmdri peysu frá honum :D


Finnst síðan ekkert smá skemmtileg þó hún sé ofur einföld :D


Ég prufaði líka að embossa í fyrsta skipti en þar sem þetta er glært emboss þá sést það ekki nema live.

En allur auka pappír (ekki bagrunnspappírinn) eru með glæru embossi á sem og h-ið.

Svo notaðist ég bara við ristavélina til að bræða embossið þar sem engin er hitabyssan hér á þessum bæ.

Þá er það árið 2008

Ég skráði mig í nýjan BUM (Bók Um Mig) hóp þar sem ég var í þessari þvílíku lægð í fyrra sem og ég strengdi áramótaheit um að vera duglegri í ár en ég var í fyrra :d



Ég var búin að gera forsíðu BUM í fyrra en þetta er hún:


Ég gerði svo opnu með frekari upplýsingum og hver þessi ég sé eiginlega.
Litirnir skönnuðust e-ð brenglað inn en það eru sömu litir á myndunum og eru á forsíðunni.


Hægt er að ýta á myndina til að stækka hana
xxx Sæunn

Dagatal úr eldspítustokkum

Það var ein sem sýndi okkur alveg brilliant flott dagatal í desember.
Dagatalði var gert út 24 aldspítustokkum og mér fannst þetta bara svo flott að ég bjó mér til eitt slíkt. Ég tók reyndar ekki mynd af því og augljóslega er ég búin að pakka því niður þar sem febrúar er að verða hálfnaður... eeen
Ég gerði eitt fyrir tengdó sem varð alveg sjúk þegar hún sá mitt og þetta eru myndir af því :D
xxx Sæunn

Jólakort 2008


Jólakortin í ár voru einnig digital og svo prentuð á mattan ljósmyndapappír.
xxx Sæunn

Digital-afmælis-dagatalið



xxx Sæunn

laugardagur, 9. febrúar 2008

Jæja....

Kannski tími til að blogga :D


Ég gerði nú ekki mikið meir á síðasta ári en það sem ég var búin

að sýna en mér tókst nú samt að klára dagatalið :D
Set inn myndir af því hérna við fyrstatækifæri