sunnudagur, 17. febrúar 2008

4 síður gerðar á Laugard

Vikan
Í vikunni er ég búin að vera að vinna við að gera boðskort í brúðkaup fyrir eina sem rakst á þetta blogg hjá mér. Seinna kom í ljós að hún er í skólanum með mömmu ;) lítill heimur :D
Ég kláraði þetta svo á föstudaginn, var þá meira segja búin að gera meira en ég ætlaði mér. Ég setti öll kortin 70 í umslögin og ég límdi einn blingstein í neðra, hægra hornið á hvert umslag. Svo var ég bara búin og fannst það eiginlega bara leiðinlegt :D Hahahah
Vildi bara helst byrja strax á fermingarboðskortinu hennar Telmu Lindar frænku en mig vantar ennþá myndir af henni til að setja í kortið.

Laugardagurinn
Já ég hafði loksins tíma til að bjóða svilkonum mínum, þeim Berglindi og Guðnýju til mín í scrapp.
Magga mín mjúka og ég gáfum Beggu minni alveg slatta af srappi þar sem hún hefur verið að slefa yfir mínu dóti lengi og mig vantaði líka svo skrappfélaga hérna á suðurnesjum.
Begga varð auðvitað súperánægð með góssið og er búin að strjúka því mikið síðan en ekki lagt í að prufa þetta fyrr en ég myndi bjóða henni til mín og leiðbeina henni svona fyrst um sinn.
Áhuginn kviknaði svo hjá henni Guðnýju fyrir stuttu og hún stakk sér beint í djúpu laugina. Pantaði af netinu og skellti í síður.

Begga kom svo til mín í gær og gerði sína fyrstu síðu, hún var bara ofboðslega sæt hjá henni og enginn svona byrjendabragur að sjá á síðunni. Ég var allavega mjög stolt af henni :D
Svo þegar þú kemur næst Begga þá stopparu lengur er það ekki? :D
Rétt áður en hún fór heim þá kom Guðný en hún skrappaði ekki í þetta skiptið.
Heldur kom hún með albúmið sitt og sýndi mér síðurnar hennar 4 sem hún var búin að gera og skoðaði mitt dót og svona. Spjölluðum helling og hún eldaði alveg geggjað góða pizzu handa okkur liðinu :D *Takk fyrir mig sæta*
Síðurnar hennar voru líka mjög fínar og ég viðurkenni það sko aveg að þær báðar gerðu flottari síður en margar sem ég hef séð.
Fyrstu síðurnar mínar voru sko bara prump miða við þeirra :D haha

En ég sjálf afrekaði að gera 4 síður þrátt fyrir mikið spjall :D
Þær eru að vísu allar mjög auðveldar og Gappa fannst vanta e-ð á þær allar en mér finnst bara fínt að hafa svona einfaldar síður inn á milli.
Þegar þú ert með fullt albúm af síðum þá finnst mér ekki nauðsinlegt að þær séu allar drekkhlaðanr af aukahlutum.
Svo er ég að reyna að klára pappírinn minn áður en ég kaupi mér meira og þetta er alveg hellings áskorun á mig þar sem mér finnst alveg hellings af honum bara alls ekki ég. Margt sem ég fékk þegar ég var áskrifandi hjá Scrapgoods (fékk þá alltaf pakka í hverjum mánuði).


Halló!
Ef Guðjón komst í síma þegar hann var yngri þá var alltaf sama rullan sem maður heyrði.
Halló! Minna? ok! BaBæ! *minna as in vinna*



Enginn titill.
Þetta er mynd af honum Viktor mínum með sokkabuxur á höfðinu, finnst hún svo skemmtileg og er búin að ætla að skrappa hana í fleirri mánuði.



Enginn titill.
Hérna er svo Guðjón Valur með sömu sokkabuxurnar á höfðinu um 2mur árum seinna ;D
Gerði síðurnar viljandi mjög svipaðar enda eru myndirnar svo svipaðar og þetta fer í sitthvort albúmið :)



Viktor Ljósmyndari
Þessar myndir tók Viktor Uni af mér einhvertíma í fyrra :D
Ekki þær bestu í heimi en mér fannst þær svo skemmtilegar að ég ákvað að skrappa þær þá.... þær hafa svo beiði í "Í vinnslu" boxinu mínu síðan þá.
En hérna er síðan loksins komin

Tek það fram að allar þessar síður voru í "Í vinnslu" boxinu mínu og búnar að vera þar leeeeengi.
xxx Sæunn

7 ummæli:

hannakj sagði...

svo flottar allar :D

Just Thoughts sagði...

virkilega flottar allar síðurnar :) geggjað að eiga sokkabuxnamyndir af þeim báðum :)

Nafnlaus sagði...

Rosalega flottar síður:O)
Fínar myndirnar hjá Viktori

Nafnlaus sagði...

Allar svo flottar.

Æðislegar þær 2 þar sem þeir eru með sokkabuxurnar á höfðinu. Ég á einmitt svona mynd af Víkingi, flott lo sem þú notar við myndirnar.

Kv. Inger Rós

Nafnlaus sagði...

Mjög flottar síður hjá þér og alveg æðislegt að fá að sjá allt hjá þér og fá smá hugmyndir þar sem þú hefur mikla reynslu af þessu :)
og já ég er orðin fíkill hehe búin að skrappa heilar 2 síður síðan ég var hjá þér á laugardag hehe
og takk fyrir kvöldið þú líka sæta :)
og endilega hringið í mig næst þegar þið hittist og skrappið þá er ég sko pott þétt game :)
kv. Guðný

Nafnlaus sagði...

Sæl.
Elísa heiti ég og er að vinna að blaði sem heitir Fermingar 2008 og er með umfjöllunum um flest tengt fermingum. Ég sá flottar myndir af gestabók sem þú gerðir hér á síðunni og var að velta því fyrir mér hvort ég mætti nota myndirnar í umfjöllun um gerð gestabóka. Værirðu til að hafa samband við mig sem fyrst í síma 5111444 eða elisa@vatikanid.is.
Bestu kveðjur
Elísa

Nafnlaus sagði...

Ha já já það var nú lítið mál að koma en verð að stoppa lengur næst hehe og ætla að skreppa í bæinn og kaupa eitthvað meira skraut dótarí :P er alveg óð í að halda áfram híhí og já síðurnar eru mjög flottar hjá þér sæta :D