laugardagur, 26. maí 2007

Tölvuskrapp


Ég skil ekki þetta með vinnunna, get ekki opnað þetta new post dæmi nema á html formi sem þýðir að ég kann ekki að setja inn myndir, breyta, stækka letrið og allar þessar breytingar sem er annars hægt að velja um.

En ég fór einhverntíma fyrir löngu að fikta í digital scrappinu... gerði einhverja eina tilbúna síðu, þurfti bara að bæta inn myndunum og titli/texta.
Fannst þetta voða sniðugt og fór að sanka að mér allskonar fríu digi dóti sem ég fann á netinu hér og þar.
Gerði boðskort í ferminguna hennar Karenar systur og Júlíu vinkonu hennar en hef ekki þorað að byrja á því að gera síðu sjálf frá grunni.
Kannski vegna þess að maður þarf að vinna með þetta í photoshop og ég er ekki sú klárasta þar... þarf að klóra mig áfram.
En ég dl helling af fríum template-um og eftir að hún Gilla digiskrappari kenndi mér að nota það þá á ég sko eftir að gera helling af þessum digisíðum einnig.
Ég gerði eina auðvelda í gær og fannst þetta skemmtilegt, auðvelt og fljótlegt... tala ekki um hvað þetta tekur lítið pláss :D

Þegar ég kemst í tölvuna heima þá skal ég sýna ykkur síðuna sem ég gerði í gær :)
Love it og takk æðislega Gilla fyrir hjálpina :)

Engin ummæli: