þriðjudagur, 18. mars 2008

Fimmti í áskorun


-
Á þessari síðu var að vera blúnda og tveir mismunandi borðar.
Eins varð að nota eittvað af þessu, kósur, splitti, tölur.
-
Það er blúnda þarna efst fyrir ofan "MEÐ" og út í enda hægra megin. Það er svartur borði bundin um myndina hægra megin og gylltur rikk rakk borði sem kemur undan stóra blóminu. Eitt stórt brads í stóra blóminu og 6 lítil í blúndunni.
Ég er ferlega skotin í þessari samsetningu og hugsa að ég eigi eftir að notast við hana í brúðaralbúminu okkar :D
xxx Sæunn

Fjórði í áskorun

-
Á þessari síðu varð að vera handskrifað jurnal og það varð að vera saumað í hana.

Þetta er fyrsta síðan sem ég skrappa af manninum mínum þar sem hann er með ofnæmi fyrir mynavélum og því ekki til margar myndir af honum horfa í vélina.

Titillinn er Einkamál.is
og journalið segjir;
Eins og þú orðaðir það svo flott
"Ég pantaði hana á netinu!"
6.desember 2000 fórum við á
blint stefnumót og erum búin að
vera óaðskiljanleg síðan. Í dag
erum við gift og eigum
tvo yndislega
syni.
xxx Sæunn

sunnudagur, 16. mars 2008

Þriðji í áskorun

-

Jæja þá er það dagur þrjú í
"Ertu öflugur skrappari?"
áskoruninni.


Verkefni dagsins var að skrapplifta þessari síðu.




Þetta er svo mitt framlag.











xxx Sæunn

Tvær GULAR :)

Ég skrappaði tvær vel skrautlegar síður í gærkvöldi en þær skönnuðust e-ð brenglað inn og ég búin að ganga frá skannanum og síðunum svo ég ætla að setja þær inn á morgun eftir vinnu.
Er bara búin að gera aðra síðu og allt verður að vera í réttri röð hehe.

xxx Sæunn

föstudagur, 14. mars 2008

Annar í áksorun.

Varðandi áskorunina sem ég nefndi í póstinum áðan þá er skilafrestur til klukkan 13.00 daginn eftir. Ég semsagt kláraði og skilaði síðu gærdagsins í hádeginu og klukkan 1 kom nýtt verkefni svo ég var að dunda mér við það áðan.


Skilirðin voru 2 myndir og og svo varð síðan að innihalda, rubon, stimpil og/eða glæru.

Ég gerði 8x8 síðu af frænku minni, Telmu Lind sem er að fara að fermast í næsta mánuði.

Ég gerði líka boðskortin fyrir hana og þar eru þessar tvær myndir og þemað er fjólublátt og lime.

Ég ákvað að gera svona síðu og láta hana með í pakkan, eða setja hana í ramma svo hún geti haft hana á fermingarborðinu.

Það eru 2 myndir og stafirnir sem og saumarnir neðst á síðunni er rubon.


xxx Sæunn

Áskorun, áskorun.

Já nú eru það bara áskoranir ofan á áskoranir :D
Barbara skoraði á mig ásamt 9 öðrum frábærum skröppurum að skrappa eftir skissu sem hún myndi velja. Auðvitað tók ég þátt og gerði þá síðu 11.mars en ég get ekki sýnt hana hér fyrr en á mánudag þegar Barbara opinberar meistaraverkin :D :D Hahaha

Nú svo skoraði Begga á okkur í gær "Ertu öflugur skrappari?" og eigum við að skrappa 7 síður á 7 dögum. Hún kemur svo með einhver atriði sem við verðum að uppfylla. Ef maður nær svo ekki að skila inn síðu dagsins þá dettur maður út.
Við vorum 23 sem skiluðum inn síðu gærdagsins, hver önnur flottari, og á henni varð að vera mynd, chipboard og meira en 10 blóm.

Mín síða er voða plain en hún er samt svo sæt finnst mér þar sem myndin er svo sæt af okkur sonum mínum :)
Það er á henni mynd, 12 blóm og heimagert chipboard þar sem ég fann ekki chippin mín, en það er inkað og embossað og það er mikið flottar live, skilaði sér ekki alveg svona skannað.

Ég sé samt svona eftir á að titillinn hefði mikið frekar átt að vera Sííííís , en ég kanski bæta bara við big þarna fyrir ofan svo það standi big Smile :)
xxx Sæunn

laugardagur, 8. mars 2008

Enginn titill

-
Ég er enn í einhverjum vandræðum með að seta inn síðurnar frá póstinum síðan í gær svo ég verð að láta linkana duga. Samt get ég sett inn þessa mynd sem er eiginlega pínu furðulegt!
Anyhow....
Þetta er mynd af Viktori Una með plásturinn :D
Áframhald af gleraugna og plástrameðferðinni.
Textinn segir;
Elsku ástin mín.
Mamma er svo stolt af þér, hvað þú ert duglegur að nota plásturinn.
Þú hefur lítið sem ekkert kvartað. Í alla þessa 6 mánuði þá hefur ekki verið neitt mál að setja plásturinn á morgnana.
Þú tekur hann að vísu stundum af þér á leikskólanum en þær eru með aukaplástra þar og redda því. Þú tekur hann þá aðalega af þér ef þú ferð að gráta því þá verður þetta jú allt fullt af vatni.
Þú ert yndislegur Viktor minn
Ég elska þig
Þín bestasta mamma í geimi :D

(Pappírinn er BG)

xxx Sæunn

föstudagur, 7. mars 2008

Tvær síður :D



-
Ég er einhvernvegin föst í þessum einfalda, ekki of mikið skraut stílnum þessa dagana.
Ég gerði tvær síður í gærkvöldi um þegar Viktor var að fá gleraugun sín.
Á fyrri síðunni stendur:
Þegar þú varst 3ja og hálfs árs fórstu í almenna barnaskoðun. Eftir tíman var konan sm skiðaði þig mjög ánægð meðallt nema sjónina. Hún sagði að þú sæir vel með hægra auganu en ekki nógu vel með því vinsta. Þú gætir ekki greint þrívíddarmyndir og að þú værir jafnvel með letiauga. Þú þyrftir nú sennilega ekki gleraugu en mjög sennilega hjálp við að örva það lata.
Þú fékkst tíma hjá Brynhildi augnlækni 23.mai og ég fór með þig þangað. Ég verð nú að viðurkenna það ástin mín eð ég var alvegí rusli þegar hún sagði okkur niðurstöðurnar.
Þú ert mjög fjarsýnn á báðum augum. +6 á hægra auganu og +8 á því vinstra. Þú ert með 0.50% sjónskekkju á hægra auganu og 0.75% á því vinstra. Síðan er vinstra augað þitt einnig latt!
Hjartað í mömmu hætti að slá augnablik.
Bæði mér og pabba þínum fannst við hafa brugðist þér og okkur leið illa yfir því að hafa ekki tekið eftir neinu og þú nær sjónlaus. Þetta kom samt öllum jafnmikið á óvart, okkur, ættingjum þínum og þeim á leikskólanum. Við fórum svo að máta og panta gleraugu e þar sem þetta eru svo sterk gler þá þurfti að sérpanta þau og pússa niður og þú að bíða í 2 vikur eftir þeim.
-
Á seinni síðunni er ég bara að taka fram hvernig hver skoðun hefur gengið fyrir sig.
Í stórum dráttum þá eftir næstu skoðun var ákveðið að hefja plástrameðferð þar sem engin framför voru á lata auganu. Sá bara efstu tvær línurnar eins og áður.
Næstu skoðun sá hann línu 3,4 og 5 :D svo meðferðin er að hafa góð áhrif.
Síðast sá hann svo 6. línu líka og svo á hann tíma aftur í mai.

Pappír er frá Bazzill og SU og Rubon frá BG
xxx Sæunn

sunnudagur, 2. mars 2008

Áhrifavaldar í lífi mínu.

_
Ég ætlaði svoleiðis að skrappa um helgina en gerði ekki mikið meira en ein 8x8 opnu! Ég lagaði reyndar og bætti nokkrar aðrar síður sem mér fannst tómlegar en kom mér einhvernvegin ekki í meira.

Þessi opna sem ég skrappaði núna er febrúarverkefni BUM (Bók Um Mig) hópsins sem ég er í. Hún átti semsagt að vera um áhrifavalda í mínu lífi og það áttu að vera myndir með. Mér fannst þetta alveg óskaplega erfitt verkefni og átti erfitt að með að velja úr en þetta er útkoman.

Á myndunum eru:
Pabbi, Mamma, Þórlindur, Hilmar, Karen og Kamilla systkini mín. Svava og Maiken bestu vinkonur mínar og svo fjölskyldumynd af mér og mínum.

Textinn segir:
Ég vil meina það að hver einasta manneskja sem komið hefur lífi mínu við, hafi haft árif á líf mitt og sé því áhrifavaldur í lífi mínu! Það er ósköp erfitt að velja úr og nefna nöfn en auðvitað hefur fjölskyldan, vinir mínir og kærastar frá því ég var í 3.bekk haft mestu áhrifin :þ
Svo ég nefni nokkra gamla kærasta (frá 8-17 ára) þá eru það Halli, Maggi, Þorvaldur, Hallur, Bjarki og Gunni.
Vinir og vinkonur í gegnum tíðina: Þóra Jóns, Kolla, Andri, Ragnar og Davíð, Gunni og Benni, Brandur, Jói, Árni og Vignir, Sveinlaug, Anna Dóra, Jonni, Balli, Arna, Thelma Hrund, Hulda, Bryndís, Magga, Brynja, Rakel og Svanhildur, Solla og ég verð að nefna skrappgrúppuna í allri sinni heild.
_ Síðast en ekki síst eru það bestu og elstu vinkonurnar
Maiken. Hún er elsta vinkona mín en við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum 3ja og 5 ára. Við vorum bestu vinkonur og nágrannar í Noregi í 2 ár eða þar til við fluttum heim á frón en ég hef verið rosalega dugleg að halda sambandi við hana og fjölsk síðast þegar þau komu í brúðkaupið okkar Gappa 2006. Alltaf þegar við heyrumst og hittumst er eins og við höfum alltaf verið saman. Hún er bestust og ég elska hana :D
Svava. Where to begin? ;) Við vissum af hvor annarri og vorum saman í bekk frá 8 ára en urðum algjörar samlokur í 7.bekk og vorum alltaf saman og brölluðum mikið skemmtilegt :) Ég á bara góðar, skemmtilegar og fyndnar minningar af henni Svövu minni. Það er nú bara efni í aðra síðu sko :) Ég flutti til Reykjavíkur 2 árum seinna og minnkaði aðeins sambandið þá en við áttum okkar góðu stundir. Svo flutti hún til útlandis fyrir hva....5-6 árum og við hittumst allt of sjaldan en alltaf samt þegar hún kemur heim og ég fór út til hennar í fyrra á Take That tónleika sem hún bauð mér á og meeeeeen hvað það var mikið stuuuð :) Love ya Svava, þú ert æðis.
_ Afar, ömmur, frænkur og frændur eru öll miklir áhrifavaldar.
Systkini mín, Hilmar, Kamilla, Karen og Þórlindur hafa átt mikinn þátt í því að móta mig eins og ég er í dag sem og elsku mamman mín og pabbi, ef ekki örlítið meira :þ
_ En mestu áhrifavaldar lífs míns eru á efa maðurinn minn og synir.
Skarphéðinn, Viktor Uni og Guðjón Valur. Þið hafið kennt mér svo ótrúlega margt og ég er ekki eins hrædd við að takast á við lífið og að mistakast eftir að ég kynntist ykkur. Þið eruð mér allt. Elska ykkur mestast.

Sæunn (eiginkona, móðir, dóttir, systir, barnabarn, frænka og síðast en ekki síst vinur!)

xxx Sæunn