föstudagur, 4. maí 2007

FÁB og rýmingarútsala í Rúmfó



Eftir að Anna Dögg startaði BUM dæminu, kom Begga með FÁB í kjölfarið.
FÁB stendur fyrir Fyrsta Ár Barnsins.
Ég skráði mig áðvitað með í þessu en ég er samt að notast við fyrstU árin en ekki bara fyrtstA árið :)

Ég gerði svo forsíðurar í albúmin þeirra um daginn. Var að mála og stensla í fyrsta skipti á síðurnar mínar og var bara mjög sátt við árangurinn ;)
Nokkrum dögum seinna datt ég inn í rýmingarsölu Rúmfatalagersins í Holtagörðum og sá þar sessa líka fínu og hræódýru ramma.

Þeir eru í sömu stærð og síðurnar sem ég er að gera... eða nei ég held að þeir hafið verið hálfum cm minni... svo eru þeir svona djúpir eins og skrapprammarnir eru.
Nema hvað að þessir eru með einhverjum ljósmyndum inní og ekki gerðir þannig að maður eigi að skipta um mynd.

Ég þorði því ekki að kaupa mikið af þessu þar sem ég vissi ekki hvort ég gæti notað þá.
Þetta var smá vinna en tókst, enda er ég ekki kölluð föndrari fyrir ekki neitt ;)
Núna dauðsé ég auðvitað eftir því að hafa ekki kept mér fleiri ramma þar sem ég keypti tvo fyrir undir 1000 kallinum á meðan stk af skrappramma er á um 2000 kéll.

En ég skellti forsíðusíðunum inn í rammana og nú prýða þeir stofuvegginn minn og ég er bara mjög sátt.
Þarf bara að skella í nýjar,öðruvísi forsíður til að setja í albúm strákana.

4 ummæli:

Gislina sagði...

Æðislega flottar myndir hjá þér og sniðug þú að skella þeim í þessa ramma

Gislina sagði...

Æðislega flottar myndir hjá þér og sniðug þú að skella þeim í þessa ramma

hannakj sagði...

Ferlega flott hjá þér!

stína fína sagði...

geggjað hjá þér :O)