sunnudagur, 2. mars 2008

Áhrifavaldar í lífi mínu.

_
Ég ætlaði svoleiðis að skrappa um helgina en gerði ekki mikið meira en ein 8x8 opnu! Ég lagaði reyndar og bætti nokkrar aðrar síður sem mér fannst tómlegar en kom mér einhvernvegin ekki í meira.

Þessi opna sem ég skrappaði núna er febrúarverkefni BUM (Bók Um Mig) hópsins sem ég er í. Hún átti semsagt að vera um áhrifavalda í mínu lífi og það áttu að vera myndir með. Mér fannst þetta alveg óskaplega erfitt verkefni og átti erfitt að með að velja úr en þetta er útkoman.

Á myndunum eru:
Pabbi, Mamma, Þórlindur, Hilmar, Karen og Kamilla systkini mín. Svava og Maiken bestu vinkonur mínar og svo fjölskyldumynd af mér og mínum.

Textinn segir:
Ég vil meina það að hver einasta manneskja sem komið hefur lífi mínu við, hafi haft árif á líf mitt og sé því áhrifavaldur í lífi mínu! Það er ósköp erfitt að velja úr og nefna nöfn en auðvitað hefur fjölskyldan, vinir mínir og kærastar frá því ég var í 3.bekk haft mestu áhrifin :þ
Svo ég nefni nokkra gamla kærasta (frá 8-17 ára) þá eru það Halli, Maggi, Þorvaldur, Hallur, Bjarki og Gunni.
Vinir og vinkonur í gegnum tíðina: Þóra Jóns, Kolla, Andri, Ragnar og Davíð, Gunni og Benni, Brandur, Jói, Árni og Vignir, Sveinlaug, Anna Dóra, Jonni, Balli, Arna, Thelma Hrund, Hulda, Bryndís, Magga, Brynja, Rakel og Svanhildur, Solla og ég verð að nefna skrappgrúppuna í allri sinni heild.
_ Síðast en ekki síst eru það bestu og elstu vinkonurnar
Maiken. Hún er elsta vinkona mín en við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum 3ja og 5 ára. Við vorum bestu vinkonur og nágrannar í Noregi í 2 ár eða þar til við fluttum heim á frón en ég hef verið rosalega dugleg að halda sambandi við hana og fjölsk síðast þegar þau komu í brúðkaupið okkar Gappa 2006. Alltaf þegar við heyrumst og hittumst er eins og við höfum alltaf verið saman. Hún er bestust og ég elska hana :D
Svava. Where to begin? ;) Við vissum af hvor annarri og vorum saman í bekk frá 8 ára en urðum algjörar samlokur í 7.bekk og vorum alltaf saman og brölluðum mikið skemmtilegt :) Ég á bara góðar, skemmtilegar og fyndnar minningar af henni Svövu minni. Það er nú bara efni í aðra síðu sko :) Ég flutti til Reykjavíkur 2 árum seinna og minnkaði aðeins sambandið þá en við áttum okkar góðu stundir. Svo flutti hún til útlandis fyrir hva....5-6 árum og við hittumst allt of sjaldan en alltaf samt þegar hún kemur heim og ég fór út til hennar í fyrra á Take That tónleika sem hún bauð mér á og meeeeeen hvað það var mikið stuuuð :) Love ya Svava, þú ert æðis.
_ Afar, ömmur, frænkur og frændur eru öll miklir áhrifavaldar.
Systkini mín, Hilmar, Kamilla, Karen og Þórlindur hafa átt mikinn þátt í því að móta mig eins og ég er í dag sem og elsku mamman mín og pabbi, ef ekki örlítið meira :þ
_ En mestu áhrifavaldar lífs míns eru á efa maðurinn minn og synir.
Skarphéðinn, Viktor Uni og Guðjón Valur. Þið hafið kennt mér svo ótrúlega margt og ég er ekki eins hrædd við að takast á við lífið og að mistakast eftir að ég kynntist ykkur. Þið eruð mér allt. Elska ykkur mestast.

Sæunn (eiginkona, móðir, dóttir, systir, barnabarn, frænka og síðast en ekki síst vinur!)

xxx Sæunn

7 ummæli:

Hildur Ýr sagði...

Mér finnst þessi opna æðisleg :) textinn svo einlægur og fíla uppröðunina á myndunum!

Nafnlaus sagði...

vá þessi er æðisleg :O)

Nafnlaus sagði...

Geggjuð síða!!!
Ég varð mjög svo very undrandi þegar ég sá myndina af pabba þínum og það er alltaf að verða greinilegra hvað heimurinn er lítill. Pabbi þinn er semsagt búinn að vinna hjá kallinum mínum og tengdó í mörg ár. frábær kall hann pabbi þinn:O)

Barbara Hafey. sagði...

Æðislegar síður og fallegur textinn :D

Saeunn sagði...

Jii en findið Helga :D
Verð líka að taka udir það að hann er æðislegur hann pabbi minn :D :D
En já svona er nú heimurinn lítill :)

Sandra sagði...

Æðisleg opna! Geggjaður pappír og litirnir í síðunni. Flottur textinn.

Nafnlaus sagði...

alveg æðisleg opna, mér finnst pappírinn svo flottur og textinn alveg yndislegur : )

Sólveig