miðvikudagur, 11. apríl 2007

Gaman saman


Þetta er mín allra fyrsta síða!!!

Í október 2004 var ég e-ð að skoða heimasíðuna hjá Föndru
www.fondra.is og sá þá þetta skrapp (scrapbooking) í fyrsta skipti og fannstþetta mjög spennandi. Ég skellti mér á námskeið og sé ekki eftir því.
Albúmin mín voru einhverstaðar í kassa og við áttum einhvern hrikalega glataðann ljósmyndaprentara þannig að ég tók þessar myndir með mér af Kareni og Leó frá því að við Gappi tókum þau með okkur í sumarbústaðinn hennar ömmu.
Þær voru pínu blörrí en það varð að hafa það.Ég var alveg hrikalega montin með árangurinn og fannst ég alveg þvílíkt flink í þessu skrappi :D hahaha

Hún er nú samt hrikalega auðveld.
Þetta er 12x12 síða (sem er þá 30,5 cm x 30,5 cm)
Þetta eru tvennskonar pp sem ég nota. Bakgrunnspp er frá Karen Foster design og heitir Old scroll. veit ekki með hinn
Svartur sýrufrír penni
Punchuð lauf
pp = pappír
Punch = munsturgatari
Hægt er að klikka á myndina til að sjá hana stærri

Engin ummæli: